Ó, metanleg orka

Var ekki pælingin að vinna metanólið úr vetni  annars vegar og  hinsvegar úr koltvísýringi sem félli til sem úrgangur frá álverum eða öðrum stórverksmiðjum? Það hlýtur að vera umhverfisvænna í stað þess að byggja nýja metanólverksmiðju. Er ekki líka möguleiki á því að nýta hitaorkuna frá stórum verksmiðjum eins og Járnblendinu,  Álverum, fiskimjölsbræðslum og fiskþurrkunum? Það er gríðarleg orka sem fer til spillist út um allt  og svo eru það varmaskiptakerfi sem þarf að nýta miklu víðar. Svo má ekki gleyma metan-gasinu sem getur knúið venjulegar bensínvélar með litlum breytingum. Metan-gas má framleiða út um allt með einföldum hætti og eru bændur nú þegar farnir að nýta úrgang frá búfénaði til þess að framleiða orku sem knýr vinnuvélar á búi þeirra. Möguleikarnir eru gríðarlegir og felast ekki bara í að virkja fallvötnin.

H


mbl.is Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Framleiði sjálfur talsvert af metangasi og held að það gleymi því enginn sem er í reglulegum samskiptum við mig :-P

Héðinn Björnsson, 5.6.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband